Wolves hefur ákveðið að reka stjóra sinn Bruno Lage eftir 2-0 tap gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Það er the Athletic sem fullyrðir þessar fréttir en David Ornstein greinir frá þessu í dag.
Stuðningsmenn Wolves kölluðu eftir því að Lage yrði rekinn eftir slæmt gengi og voru eigendur liðsins sammála.
Wolves hefur verið að skoða eftirmenn Lage í dágóðan tíma en hann hefur svo sannarlega verið undir pressu á tímabilinu.
Wolves hefur aðeins unnið einn leik í deildinni til þessa og er með sex stig úr átta leikjum.