Robert Lewandowski er óstöðvandi í La Liga á Spáni og raðar inn mörkunum fyrir stórlið Barcelona.
Lewandowski kom til Barcelona frá Bayern Munchen í sumar og tryggði liðinu 1-0 útisigur á Mallorca í kvöld.
Lewandowski er markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk eftir aðeins sjö umferðir.
Fyrr í dag vann Atletico Madrid afar góðan sigur gegn Sevilla á útivelli, 0-2.
Sevilla er í miklu veseni og situr í 16. sætinu með aðeins fimm stig eftir sjö umferðir.
Mallorca 0 – 1 Barcelona
0-1 Robert Lewandowski(’20)
Sevilla 0 – 2 Atletico Madrid
0-1 Marcos Llorente(’29)
0-2 Alvaro Morata(’57)