Roberto Martinez, stjóri Belgíu, hefur tjáð sig um ástand vængmannsins Eden Hazard sem leikur með Real Madrid.
Hazard hefur ekki staðist væntingar hjá Real síðan hann kom frá Chelsea árið 2019 og fær lítið að spila þessa dagana.
Belginn hefur verið mikið meiddur á Spáni og einnig ásakaður um það að mæta ekki á undirbúningstímabilið í nógu góðu standi.
Martinez segir að það sé annar bragur á Hazard í dag en fyrir sex mánuðum og mun væntanlega treysta á hann á HM í Katar í lok árs.
,,Það er alltaf spurt að því sama, hvort hann sé að spila nógu mikið. Hann hefur ekki misst af æfingu og hefur verið mjög góður utan vallar,“ sagði Martinez.
,,Hann gæti spilað fleiri mínútur en hann er með gott hugarfar og hlakkar til að fá að spila. Ég sé orku og ánægju í Eden sem ég sá ekki fyrir sex mánuðum.“