fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Hodgson tekinn við Watford

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 19:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Watford. Félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í kvöld.

Hodgson, sem er 74 ára gamall, lét af starfi sínu sem þjálfari Crystal Palace í sumar og verður fyrsta ætlunarverk hans að bjarga Watford frá falli en liðið situr í 19. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Ray Lewington verður aðstoðarþjálfari Hodgson en hann gegndi sömu stöðu hjá Crystal Palace og enska landsliðinu á sínum tíma.

Watford rak Ítalann Claudio Ranieri eftir minna en fjóra mánuði í starfi en hann var 15. þjálfari félagsins síðan að Pozzo fjölskyldan tók yfir árið 2012.

Fyrsti leikur Watford undir stjórn Hodgson verður gegn Burnley þann 5. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar