fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Cecilía Rán á láni til Þýskalandsmeistara Bayern Munchen

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 10:26

Cecílía Rán í treyju Bayern Munchen / Mynd: Bayern Munchen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur gengið til liðs við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen á láni frá enska félaginu Everton. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bayern Munchen.

Samningurinn milli Everton, Cecilíu og Bayern Munchen gildir til loka júní á þessu ári.

,,Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að spila með eins stóru félagi og Bayern Munchen. Liðið er frábært og mér hefur nú þegar verið tekið mjög vel,“ sagði Cecilía meðal annars í tilkynningunni frá Bayern

Mynd: Bayern Munchen

Cecilía gekk til liðs við Everton á fyrsta fjórðungi síðasta árs en þaðan var hún lánuð til sænska liðsins Örebro þar sem hún spilaði á síðasta ári.

Cecilía verður ekki eini Íslendingurinn á mála hjá Bayern en fyrir er þar að finna varnarmanninn Glódísi Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Markvörðurinn ungi á að baki fimm leiki fyrir A-landslið Íslands og á enn eftir að fá á sig mark í landsliðstreyju íslenska kvennalandsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“