fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
433Sport

Sandra María flytur heim frá Þýskalandi og semur við Þór/KA

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór/KA hefur samið við Söndru Maríu Jessen (1995) um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Sandra María kemur til liðsins frá Bayer 04 Leverkusen þar sem hún hefur verið frá janúar 2019.

„Sandra María er mikill fengur fyrir Þór/KA, en eins og stuðningsfólk okkar veit er hún öflugur leikmaður, markaskorari og kemur með mikla reynslu inn í ungan leikmannahóp okkar, bæði úr deildinni hér heima, með landsliðinu og úr atvinnumennskunni erlendis,“ segir á vef félagsins.

Sandra á að baki 163 meistaraflokksleiki með Þór/KA þar sem hún skoraði 89 mörk, þar af 73 í efstu deild. Aðeins Rakel Hönnudóttir hefur skorað fleiri mörk fyrir Þór/KA í efstu deild, 74.

Sandra María verður 27 ára núna í janúar. Hún kom fyrst við sögu með meistaraflokki 2011, þá 15 ára. Eftir langan og farsælan feril með Þór/KA, tvo Íslandsmeistaratitla og nokkurra mánaða lánstíma hjá Bayer 04 Leverkusen 2016 og Slavia Prag 2018, hélt Sandra María utan til Þýskalands í byrjun árs 2019 þar sem hún gerði atvinnumannasamning við Leverkusen.

Leikirnir með Leverkusen eru samtals orðnir 42, fyrst átta á lánstímanum 2016, átta leikir vorið 2019, 18 leikir tímabilið 2019-20 og átta leikir tímabilið 2020-21. Á lánstímanum hjá Slavia Prag 2018 spilaði hún sex leiki. Hún fór hins vegar í barnsburðarleyfi áður en samningur hennar við Leverkusen rann út og spilaði ekkert á árinu 2021.

Sandra eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum sem spilar inn í ákvörðun hennar.

„Hér á Akureyri er ekki bara frábært fótboltalið, heldur líka gott bakland fyrir Ellu sem og okkur öll. Hér veit ég hvernig Þór/KA og mín fjölskylda munu styðja mig,“ segir Sandra María.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Richards kemur Arsenal til varnar – ,,Þegar það er verið að gagnrýna Arsenal vilja allir vera með“

Richards kemur Arsenal til varnar – ,,Þegar það er verið að gagnrýna Arsenal vilja allir vera með“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nágrannarnir fengið nóg af öskrum og blótsyrðum frá húsi stjörnunnar – Eiginkonan áður fyrirgefið framhjáhöld og hneyksli

Nágrannarnir fengið nóg af öskrum og blótsyrðum frá húsi stjörnunnar – Eiginkonan áður fyrirgefið framhjáhöld og hneyksli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Harrison fór á kostum – Þægilegt hjá Liverpool

Enska úrvalsdeildin: Harrison fór á kostum – Þægilegt hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hjörvar sendi væna pillu í Hafnarfjörðinn – ,,Þeir eru ekki að versla þetta úr Byko, þeir eru að versla þetta úr einhverjum gámi“

Hjörvar sendi væna pillu í Hafnarfjörðinn – ,,Þeir eru ekki að versla þetta úr Byko, þeir eru að versla þetta úr einhverjum gámi“
433Sport
Í gær

Martial svarar stjóra sínum og þvertekur fyrir orð hans

Martial svarar stjóra sínum og þvertekur fyrir orð hans
433Sport
Í gær

Eru allt annað en sátt með útspil erkifjendanna og hjóla í þá í yfirlýsingu – ,,Erum kannski að sjá afleiðingar þessarar reglu“

Eru allt annað en sátt með útspil erkifjendanna og hjóla í þá í yfirlýsingu – ,,Erum kannski að sjá afleiðingar þessarar reglu“