fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Sandra María flytur heim frá Þýskalandi og semur við Þór/KA

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 14:00

Sandra María gæti unnið verðlaunin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór/KA hefur samið við Söndru Maríu Jessen (1995) um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Sandra María kemur til liðsins frá Bayer 04 Leverkusen þar sem hún hefur verið frá janúar 2019.

„Sandra María er mikill fengur fyrir Þór/KA, en eins og stuðningsfólk okkar veit er hún öflugur leikmaður, markaskorari og kemur með mikla reynslu inn í ungan leikmannahóp okkar, bæði úr deildinni hér heima, með landsliðinu og úr atvinnumennskunni erlendis,“ segir á vef félagsins.

Sandra á að baki 163 meistaraflokksleiki með Þór/KA þar sem hún skoraði 89 mörk, þar af 73 í efstu deild. Aðeins Rakel Hönnudóttir hefur skorað fleiri mörk fyrir Þór/KA í efstu deild, 74.

Sandra María verður 27 ára núna í janúar. Hún kom fyrst við sögu með meistaraflokki 2011, þá 15 ára. Eftir langan og farsælan feril með Þór/KA, tvo Íslandsmeistaratitla og nokkurra mánaða lánstíma hjá Bayer 04 Leverkusen 2016 og Slavia Prag 2018, hélt Sandra María utan til Þýskalands í byrjun árs 2019 þar sem hún gerði atvinnumannasamning við Leverkusen.

Leikirnir með Leverkusen eru samtals orðnir 42, fyrst átta á lánstímanum 2016, átta leikir vorið 2019, 18 leikir tímabilið 2019-20 og átta leikir tímabilið 2020-21. Á lánstímanum hjá Slavia Prag 2018 spilaði hún sex leiki. Hún fór hins vegar í barnsburðarleyfi áður en samningur hennar við Leverkusen rann út og spilaði ekkert á árinu 2021.

Sandra eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum sem spilar inn í ákvörðun hennar.

„Hér á Akureyri er ekki bara frábært fótboltalið, heldur líka gott bakland fyrir Ellu sem og okkur öll. Hér veit ég hvernig Þór/KA og mín fjölskylda munu styðja mig,“ segir Sandra María.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Í gær

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær