Mauro Icardi, leikmaður Galatasaray, hefur gefið sterklega í skyn að hann og Wanda Nara hafi tekið saman á ný.
Á dögunum birtust fréttir þess efnis að hjónin væru hætt saman og ætluðu að skilja.
Nú hefur Icardi hins vegar birt nána mynd af þeim saman, þar sem hann lætur hjarta fylgja með. Þykir þetta gefa sterklega til kynna að parið sé að taka saman á ný.
Wanda og Icardi byrjuðu saman árði 2014. Samband þeirra hefur verið stormasamt og hafa reglulega birst fréttir af því að það hangi á bláþræði.
Wanda er einnig umboðsmaður Icard.
Framherjinn gekk í raðir Galatasaray í lok sumars. Hann kom á láni frá Paris Saint-Germain í Frakklandi.