Samkvæmt spænska fjölmiðlinum AS er Real Madrid þegar farið að horfa til þess að kaupa Erling Braut Haaland af Manchester City. Það yrði þó ekki strax.
Haaland gekk í raðir City frá Borussia Dortmund í sumar. Hann hefur farið gjörsamlega á kostum í Manchester það sem af er.
Real Madrid var eitt af þeim félögum sem höfðu áhuga á norska framherjanum þegar hann var enn hjá Dortmund.
Haaland valdi hins vegar City. Það hefur þó áður verið rætt að leikmaðurinn horfi til Spánar sem hugsanlegan áfangastað í framtíðinni.
Samkvæmt AS mun Real Madrid reyna við Haaland sumarið 2024. Það gæti þurft 180 milljónir evra til að krækja í hann á City á þeim tímapunktu.
Haaland er aðeins 22 ára gamall. Hann skrifað undir samning við City til ársins 2027 í sumar.