Manchester United heimsækir nágranna sína í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
United hefur verið á skriði undanfarið eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni. Liðið er nú í fimmta sæti með tólf stig, fimm stigum á eftir City, sem er í öðru sæti.
Liðið hefur þó ekki spilað í úrvalsdeildinni síðan í byrjun mánaðar. Þá vann liðið 3-1 sigur á Arsenal. Síðustu leikjum þeirra hefur verið frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar.
Mirror spáir í spilin fyrir leikinn og birtir líklegt byrjunarlið United í leiknum.
Blaðið spáir því að Erik ten Hag geri eina breytingu á liði sínu, Casemiro komi inn fyrir Scott McTominay.
Líklegt byrjunarlið United
De Gea
Dalot
Varane
Martinez
Malacia
Eriksen
Casemiro
Fernandes
Antony
Rashford
Sancho