fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ótrúlega svekktur en stoltur – „Íslenska þjóðin má vera stolt af þeim“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 18:18

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska U-21 árs landsliðið fer ekki á lokamót EM á næsta ári eftir markalaust jafntefli gegn Tékklandi í dag. Fyrri leikur liðanna fór 1-2 fyrir Tékka á Íslandi og þurfti því sigur í dag.

Lestu nánar um leikinn hér.

„Vá hvað þetta er svekkjandi, við erum drullusvekktir. En leikplanið gekk upp. Við löguðum það sem við ætluðum að gera. Strákarnir stóðust það að spila hér á mjög háu stigi undir mikilli pressu,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska liðsins, við Viaplay eftir leik.

„Ég er svo stoltur af þessum gæjum, þeir eru geggjaðir. Það er ömurlegt að þurfa að fara heim því við erum búnir að vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum, ég hefði viljað spila við bestu liðin.“

Davíð telur að margir leikmenn í U-21 árs liðinu í dag verði mikilvægir fyrir A-landsliðið í framtíðinni.

„Við verðum að sætta okkur við þetta. Þeir verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við mættum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir leikmenn. Við græðum á þessum leikjum þegar þeir spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.

Ég er svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir leikmenn á leiðinni og þessir eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Íslenska þjóðin má vera stolt af þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“