Samningur Roberto Firmino við Liverpool rennur út næsta sumar og framtíð hans er í mikilli óvissu.
Liverpool vill helst ekki missa leikmanninn frítt og skoðar nú hvað það geti gert varðandi leikmanninn í janúar.
Samkvæmt Express er félagið opið fyrir því að senda leikmanninn til Barcelona, fái það Memphis Depay í hina áttina í skiptidíl.
Hinn þrítugi Firmino hefur verið á mála hjá Liverpool síðan 2015. Hann hefur skorað 101 mark og lagt upp 77 í 335 leikjum.
Depay gekk í raðir Barcelona fyrir rúmu ári síðan en er ekki í aðalhlutverki hjá félaginu.