Michy Batshuayi segir að hann hafi verið plataður í að ganga í raðir Chelsea á sínum tíma en hann kom þangað árið 2016.
Batshuayi hafði raðað inn mörkum með Marseille í Frakklandi og var leikmaður sem Antonio Conte vildi fá á Stamford Bridge.
Belginn ákvað að lokum að stökkva á þetta tækifæri en fékk aldrei margar mínútur með Chelsea og hefur verið lánaður annað nokkrum sinnum.
Batshuayi sér eftir því að hafa keypt orð Conte á þessum tíma en hann bjóst við að fá að spila mun meira eftir komuna.
,,Conte hringdi í mig og útskýrði verkefnið. Hann vildi að ég myndi spila frammi ásamt Diego Costa. Trúði ég því? Auðvitað, því Conte hafði spilað með tvo framherja allan sinn þjálfaraferil,“ sagði Batshuayi.
,,Hann gerði það samt ekki hjá Chelsea með mig, ég skil það ekki. Sannleikurinn er sá að ég hef verið plataður of oft.“