Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er alltaf til í eitthvað sprell en hann er þessa stundina með egypska landsliðinu í verkefni.
Brúðkaupshjón í Egyptalandi fékk óvæntan glaðning í gær er Salah lét sjá sig í myndatöku á deginum sérstaka.
Hjónin voru stödd á Alexandria hótelinu í Egyptalandi, sama hóteli og egypska landsliðið gistir á.
Salah faðmaði eiginmanninn í stutta stund og fékk mynd af sér með hjónunum áður en hann skokkaði burt.
Þetta má sjá hér fyrir neðan.
Mo Salah just casually crashing a wedding in full Egypt kit 😂
— Ben Jacobs (@JacobsBen) September 23, 2022