fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Íslendingar á ferð á flugi – Vilhjálmur Al-VAR

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir dómarar munu starfa á leik Litháen og Færeyja í C riðli Þjóðadeildarinnar fimmtudaginn 22. september. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómararnir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson sem og fjórði dómarinn Þorvaldur Árnason munu starfa á leiknum.

Þetta er fyrsti leikur íslenskra dómara þar sem VAR er notað. Vilhjálmur, Gylfi og Birkir fóru í gegnum VAR þjálfunarkerfi UEFA árið 2019 sem veitir þeim réttindi til þess að starfa á leikjum þar sem VAR er notað.

Helgi Mikael Jónasson og Egill Guðvarður Guðlaugsson verða í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir félagar dæma tvo leiki í riðli tvö sem spilaður verður í Albaníu. Laugardaginn 24. september dæma þeir leik Tyrklands og Aserbaídsjan og þriðjudaginn 27. september dæma þeir leik Lúxemborgar gegn Aserbaídsjan. Helgi Mikael verður með flautuna í leikjunum tveimur og Egill Guðvarður verður aðstoðardómari.

Þeir Ívar Orri Kristjánsson og Oddur Helgi Guðmundsson verða einnig í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir dæma í riðli sjö sem spilaður verður í Belgíu. Ívar Orri verður aðaldómari í leik Spánar og Albaníu laugardaginn 24. september og Oddur Helgi verður aðstoðardómari. Þriðjudaginn 27. september verður Oddur Helgi aðstoðardómari í leik Belgíu og Spánar og Ívar Orri verður fjórði dómari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“
433Sport
Í gær

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer
433Sport
Í gær

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga