fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Bróðir Pogba í gæsluvarðhaldi lögreglu

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 20:46

Pogba bræður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Frakklandi rannsakar nú grafalvarlegt mál tengt knattspyrnustjörnunni heimsfrægu, Paul Pogba.

Pogba er franskur landsliðsmaður og leikur með Juventus en áður Manchester United á Englandi.

Talið er að glæpagengi í Frakklandi hafi reynt að kúga fé út úr Pogba og heimtuðu frá honum 13 milljónir evra.

Það á Pogba að hafa tjáð lögreglu í Frakklandi og tekur hann einnig fram að hann hafi verið læstur inni af mönnunum sem voru grímuklæddir.

Mathias Pogba, bróðir Paul, er talinn vera hluti af málinu og á að hafa reynt að kúga fé úr bróður sínum.

Í kvöld er greint frá því að Mathias sé nú í gæsluvarðhaldi lögreglu og er verið að yfirheyra hann vegna málsins.

Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu og birti á meðal annars færslur á samskiptamiðla þar sem hann tjáir sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun