fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Potter himinnlifandi með eigendur Chelsea – „Hefur náð frábærum árangri í lífinu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, nýr stjóri Chelsea, er himinnlifandi með fyrstu daga sína í starfi.

Potter yfirgaf Brighton á dögunum til að taka við Chelsea, í kjölfar þess að Thomas Tuchel var rekinn frá Lundúnaliðinu.

Chelsea leikur sinn fyrsta leik undir stjórn Potter annað kvöld er liðið tekur á móti RB Salzburg í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Það eru níu dagar en þetta hefur liðið eins og níu vikur eða jafnvel mánuðir,“ segir Potter um tímann síðan hann tók við.

„Þetta er það fallega við fótboltann og lífið. Maður veit aldrei hvað bíður handan við hornið.“

Honum líst virkilega vel á samstarfið við Todd Boehly og eigendur Chelsea.

„Ég hef rætt mikið við eigendurna og áttaði mig á því að þetta er gott og klárt fólk sem hefur náð frábærum árangri í lífinu, líka utan fótboltans. Þetta er spennandi verkefni og þeir eru með spennandi hugmyndir um hvernig félagið getur tekið næsta skref.“

„Þetta hafa verið annasamir dagar, að yfirgefa Brighton, hitta leikmennina og kynnast þeim. Þetta hefur samt verið mjög gott hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United