fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Arsenal botnar ekkert í ásökunum Leno

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2022 16:00

Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu Arsenal. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal skilur ekkert í skoti Bernd Leno, fyrrum markvarðar félagsins, á það á dögunum.

Leno yfirgaf Arsenal fyrir Fulham í sumar. Þjóðverjinn var orðinn varamarkvörður hjá Skyttunum í kjölfar komu Aaron Ramsdale fyrir ári síðan.

„Þegar ég áttaði mig á því að þetta snerist ekki um frammistöðu eða gæði vissi ég að ég þyrfti að fara,“ sagði Leno í þýskum fjölmiðlum á dögunum.

„Þetta snerist bara um pólitík, það var mér alveg ljóst. Ég þurfti að komast þaðan.“

Fabrizio Romano segir að Arsenal hafi ekki skilið hvert Leno var að fara með þessum ummælum.

„Samkvæmt því sem mér hefur verið sagt skilur Arsenal ekki hvað Leno meinar með þessum ummælum. Þeir vildu aðeins fá Ramsdale sem markvörð sinn fyrir nútíðina og framtíðina.“

„Mér finnst Leno vera mjög góður markvörður og gæti orðið góður með Fulham, en Arsenal fór aðrar leiðir og það ber að virða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Högg í maga United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Undanúrslitin rúlla af stað – Endurtekinn úrslitaleikur frá því í fyrra?

Undanúrslitin rúlla af stað – Endurtekinn úrslitaleikur frá því í fyrra?
433Sport
Í gær

Leggja fram tilboð í Antony

Leggja fram tilboð í Antony