Manchester United hafði ekki áhuga á að ráða Graham Potter til starfa áður en hann tók við hjá Chelsea.
Samkvæmt Athletic fékk Man Utd tvívegis möguleika á að ráða Potter sem gerði frábæra hluti með lið Brighton.
Athletic segir að Potter hafi verið í boði bæði eftir brottrekstur Ole Gunnar Solskjær og síðar Ralf Rangnick.
Man Utd vildi hins vegar ekki ræða við Englendinginn sem var ráðinn til Chelsea á dögunum eftir brottrekstur Thomas Tuchel.
Man Utd hafði áhyggjur af reynslu Potter í Meistaradeildinni og ákvað þess í stað að ráða Erik ten Hag, stjóra Ajax, til starfa.
Það tók Chelsea ekki langan tíma að næla í Potter sem var mættur inn um dyrnar um leið og Tuchel var rekinn.