Adama Lallana mun tímabundið taka við stjórastarfinu hjá Brighton.
Graham Potter er farinn frá félaginu og tekur við Chelsea af Thomas Tuchel, sem var rekinn í gær.
Potter vann gott starf hjá Brighton og borgar Chelsea í kringum 13 milljónir punda til að fá Potter til starfa.
Hann tekur með sér Billy Reid, Bjorn Hamberg og Bruno sem voru þjálfarar í aðalliði Brighton. Hann tekur einnig með sér markmannsþjálfarann Ben Roberts og aðstoðarmann yfir kaupaum Brighton, Kyle Macaulay með sér til Chelsea.
Brighton vantar því þjálfara og mun Lallana stíga inn tímabundið. Hann er leikmaður félagsins.
Nathan Jones, stjóri Luton og Steve Cooper, stjóri Nottingham Forest, hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Brighton.