Það var íslensk markaveisla þegar Norrköping vann 4-1 sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í gær.
Hammarby komst yfir þegar Ari Freyr Skúlason skoraði sjálfsmark. Norrköping jafnaði hins vegar með marko Arnórs Sigurðssonar af vítapunktinum.
Arnór Ingvi Traustason bætti við marki fyrir Norrköping og kom þeim yfir, áður en Christoffer Nyman gerði þriðja markið.
Arnór Sigurðsson innsiglaði svo 4-1 sigur með marki úr vítaspyrnu í blálokin.
Mörk Íslendinganna má sjá hér að neðan.
Arnór Sigurðsson @arnorsigurdsson & Arnór Traustason @NoriTrausta for @ifknorrkoping 🇮🇸⚽️⭐️👌 pic.twitter.com/9MYESfdB4Q
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 6, 2022