fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Skýtur á Ferguson og United eftir leik gærdagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. september 2022 11:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samir Nasri, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester City, hefur skotið á Sir Alex Ferguson og Manchester United eftir sigur Rauðu djöflanna gegn Arsenal í gær.

United vann 3-1 sigur, þar sem Marcus Rashford skoraði tvö mörk og Antony eitt. Bukayo Saka skoraði fyrir Arsenal.

Skytturnar áttu fínasta leik en náðu ekki að skapa nóg af færum á síðasta þriðjungi vallarins. United nýtti skyndisóknir sínar vel og vann leikinn.

„Þessi frammistaða Manchester United minnir mig smá á liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson. Þeir voru oft að spila verr en liðið sem þeir spiluðu gegn en voru varkárari en andstæðingurinn,“ segir Nasri, sem er alls ekki sá vinsælasti á meðal stuðningsmanna Arsenal eftir að hann skipti til City árið 2011.

Frakkinn var nálægt því að ganga í raðir United, sem þá var stjórnað af Ferguson. Allt kom hins vegar fyrir ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest