Marcos Alonso hefur skrifað undir samning við Barcelona og er genginn endanlega í raðir félagsins.
Alonso var leystur undan samningi hjá Chelsea á fimmtudaginn og var í kjölfarið fenginn á Nou Camp.
Chelsea og Barcelona skiptu í raun á leikmönnum en Pierre-Emerick Aubameyang samdi við það fyrrnefnda fyrir um 10 milljónir punda.
Alonso er öflugur vinstri bakvörður sem gerir eins árs samning við Börsunga.
Alonso verður líklega ekki í stóru hlutverki hjá Barcelona í vetur og er fenginn til að veita meiri breidd.