Paris Saint-Germain mistókst að fá varnarmanninn Milan Skriniar í sumar en hann leikur með Inter Milan.
PSG reyndi mikið að fá Skriniar í sínar raðir en nú er ljóst að hann verður áfram hjá Inter allavega þar til í janúar.
Samkvæmt Goal þá er PSG hins vegar ekki búið að gefast upp og mun snúa sér aftur að Skriniar í janúarglugganum.
Skriniar á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og vill ekki framlengja sem neyðir félagið í að selja.
Um er að ræða gríðarlega öflugan varnarmann en PSG var neitað er liðið bauð 60 milljónir í leikmanninn.