Fulham er að vinna í því að styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans annað kvöld. Félagið er að bæta við sig tveimur leikmönnum. Sky Sports segir frá.
Líkt og greint var frá í gær er Brasilíumaðurinn Willian að ganga til liðs við Fulham eftir að hafa yfirgefið Corinthians í heimalandinu. Hann stóðst læknisskoðun í morgun.
Willian hefur mikla reynslu af því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék um árabil með Chelsea, auk þess að vera hjá Arsenal á þarsíðustu leiktíð.
Hann mun skrifa undir eins árs samning við Fulham og verður það tilkynnt opinberlega í dag.
Þá er vinstri bakvörðurinn Layvin Kurzawa á leið til Fulham frá Paris Saint-Germain. Frakkinn á tvö ár eftir af samningi sínum við PSG og mun skrifa undir eins árs lánssamnning við nýliða Fulham.