fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Staðfestir að Lukaku sé á leiðinni

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 18:27

Það er svolítið síðan Romelu Lukaku spilaði fyrir Chelsea. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beppe Marotta, stjórnarformaður Inter Milan, hefur staðfest það að Romelu Lukaku sé á leið til félagsins.

Lukaku hefur grátbeðið um að komast burt frá Chelsea og vildi aðeins skrifa undir hjá Inter þar sem hann var fyrir dvölina hjá Chelsea.

Lukaku kostaði Chelsea um 100 milljónir punda í fyrra en stóðst ekki væntingar á sínu fyrsta tímabili og vildi svo komast aftur til Ítalíu.

,,Við þurfum að þakka eigendum félagsins. Ég vona að þetta verði klárt á næstu dögum,“ sagði Marotta.

Stuðningsmenn Chelsea eru alls ekki ánægðir með Lukaku sem virtist gefast upp eftir að hafa fengið smá mótlæti á síðasta tímabili.

Lukaku verður að öllum líkindum lánaður aftur til Inter og mun það kosta ítalska liðið átta milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missir af EM

Missir af EM
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa