fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Útskýrði fyrir Hjörvari hvað gekk á þegar Eiður Smári var keyptur til Barcelona

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 12:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferran Soriano framkvæmdarstjóri City Football Group er staddur hér á landi og settist niður með Hjörvari Hafliðasyni í Dr. Football.

Soriano stýrir því sem gerist hjá Manchester City og fleiri félögum sem City Group á en áður var hann varaforseti Barcelona.

Soriano og Tixi Bergstein yfirmaður knattspyrnumála hjá City unnu áður saman hjá Barcelona og voru í forsvari fyrir félagið þegar Eiður Smári Guðjohnsen var keyptur árið 2006.

„Við unnum Meistaradeildina gegn Arsenal og við vorum með samkomulag um að Thierry Henry kæmi til okkar, við fögnuðum titlinum og ég fékk símtal. Ég steig til hliðar og þetta var umboðsmaður Thierry Henry, hann sagðist ekki trúa því sem hann væri að fara að segja en hann sagði að Henry kæmi ekki,“ sagði Soriano í viðtalinu við Hjörvar Hafliðason.

Tixi fór næst að ræða við Frank Rijkaard þá þjálfara Barcelona um það hvaða framherja félagið ætti að herja á. Tixi vildi fá Diego Forlan en þjálfarinn vildi Eið Smára frá Chelsea.

„Svo var það samtal milli Tixi og Rijkaard um það hvaða framherja ætti að versla, það voru tveir kostir. Það var Eiður Smári og Forlan, það var tæknilegt samtal. Forlan var hin hefðbundna 9, Eiður var meira leikmaður fyrir aftan framherjann. Tixi taldi best að fá Forlan en Rijkaard vildi Eið Smára. Þeir voru góðir vinir og Rijkard lagði áherslu á að Eiður yrði betri fyrir liðið.“

„Tixi sagði við mig að Rijkaard hefði unnið deild og Meistaradeild og ef að hann vildi Eið Smára þá yrði það Eiður Smári. Tixi ræður þessu en hann þarf að ákveða hvenær hann tekur ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þjálfarinn vill. Hann sagði að ef við myndum taka Eið Smára þá myndi Rijkaard faðma hann á fyrsta degi og allt yrði í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld