fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Peningar hafi ekki spilað inn í ákvörðun mannsins sem fær meira en 23 milljónir á dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 11:30

Mbappe og Neymar ásamt Lewis Hamilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir peninga ekki hafa haft úrslitaáhrif í því að Kylian Mbappe hafi ákveðið að vera áfram hjá félaginu.

Mbappe var sterklega orðaður við Real Madrid en snemma í sumar gerði PSG hann að launahæsta leikmanni heims.

Með nýjum þriggja ára samningi þénar Mbappe um milljón punda á viku. Það eru tæpar 165 milljónir íslenskra króna.

Þá fær hann það sem jafngildir um 16,5 milljörðum króna fyrir það eitt að skrifa undir. Frakkinn fær þá bónusgreiðslur fyrir skoruð mörk, vinnur Meistaradeildina eða ef hann hlýtur Ballon d’Or verðlaunin.

Auk þess sem nefnt er að ofan fær Frakkinn ungi ákveðin völd innan félagsins og fær að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins.

„Ég hafnaði tilboði (frá Real Madrid) upp á 180 milljónir evra síðasta sumar því ég vildi að Kylian vildi vera áfram hjá PSG. Ég þekki hann vel. Ég veit hvað hann og hans fjölskylda vill. Peningar hafa ekki áhrif á þau,“ sagði Al-Khelaifi.

„Hann var valinn til að spila hér, fyrir borgina sína, félag sitt og þjóð sína, einnig fyrir verkefnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“