fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Óttast að Grealish fari sömu leið og gömul stjarna í enska boltanum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn og sparkspekingurinn Stan Collymore hefur áhyggjur af líferni Jack Grealish, leikmanns Manchester City.

Grealish er mikill glaumgosi. Hann hefur einkað sér forsíður enskra blaða í sumar þar sem hann hefur djammað á Ibiza, í Las Vegas og fleiri stöðum.

Collymore hefur áhyggjur af því að Grealish máli sig sem hinn nýja Paul Gascoigne. Sá var frábær knattspyrnumaður en djammið fór illa með hann. „Ég hef áhyggjur af því að með tilkomu miðla í dag sé hann að mála sig sem hinn nýji Gazza,“ sagði Collymore.

„Það sem Jack er að gera er það sem ég gerði eftir að ég fór til Liverpool 1995. Ég splæsti ferð til Ayia Napa á alla vini mína og ljósmyndarar mynduðu mig þar sem ég drakk með mönnum eins og Frank Lampard og Jamie Redknapp. Hann hugsar að hann geti spilað fótbolta og djammað, frábært líf.“

„Vandamálið er hins vegar að þú getur meiðst og svo gæti City fengið einhvern inn fyrir hann. Ég vil ekki að hann lendi í því sama og ég, fari frá félagi í félag í leit að gleðinni,“ sagði Collymore sem lék fyrir tíu félög á atvinnumannaferlinum.

Collymor hélt áfram. „Hann þarf að ákveða sig núna. Hann getur spilað fótbolta og djammað, þó ég hafi ekki enn séð neinn gera bæði vel, eða hann getur orðið eins og Kevin De Bryune, sem þú heyrir ekki oft af utan fótbolta. Þegar Grealish hættir verður hann enn bara rúmlega þrítugur og mun eiga nægan tíma til að gera allt hitt.“

„Ekki misskilja. Hann mun vinna titla með City þó hann djammi sjö daga í viku. En hann verður ekki aðalmaðurinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“