fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Arnar um úrslit kvöldsins: „Sýnir hvernig framtíðin í íslenskum fótbolta þarf að vera“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 21:51

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur vann 6-1 stórsigur á Levadia Tallin í undanúrslitum umspilsins um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Lestu nánar um leikinn hér.

Fyrst og fremst bara geggjaður fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur. Það var þvílíkt hátt orkustig í liðinu,við pressuðum þá vel og leyfðum þeim aldrei að komast inn í leikinn. Það var vissulega högg að fá þetta mark á sig í byrjun leiks, það hefði slegið margan út af laginu en við héldum bara áfram, héldum leikplaninu. Leikmenn fundu það síðan þegar leið á leikinn að við vorum sterkari í fótbolta og seinni hálfleikur snerist bara um að halda haus,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leik.

Víkingur lenti undir snemma leiks en svaraði frábærlega. „Ég gæti ekki verið ánægðari með viðbrögð leikmannanna eftir þetta högg. Ég held að þetta sé heilsteyptasti fyrri hálfeikurinn, frammistöðulega séð, sem liðið hefur sýnt undir minni stjórn. Við vorum að spila nýtt kerfi sem við höfum ekki verið að spila í sumar og það hvernig leikmenn voru að verjast með og án bolta sem og hvernig við vorum að nýta boltann þegar að við fengum hann var frábært.“

video
play-sharp-fill

Arnar hélt áfram. „Orkustigið var líka hátt. Þetta sýnir bara hvernig framtíðin í íslenskum fótbolta þarf að vera. Breiðablik sýndi í fyrra að það er hægt að mæta í þessa Evrópuleiki, vera með hátt orkustig og ekki ligga til baka í lágvörn og leiðindum. Þetta er leiðin sem við eigum að fara.“

Arnar var spurður út í það hvort andstæðingurinn hafi komið honum á óvart. „Ég held að þeir hafi bara vanmetið okkur svolítið. Þeir voru með smá töffaraskap þarna í fyrri hálfleik, komust í 1-0 snemma og héldu kannski að þetta yrði léttari leikur en mér fannst við bara vera með þetta. Stundum fær maður bara tilfinningu fyrir því í upphitun hvernig stemmningin er í hópnum. Þetta er ekki lélegt lið, ég vil bara meina að við höfum verið mjög öflugir í kvöld.“

Hann hefur engar áhyggjur af því að menn haldi ekki einbeitingu fyrir leikinn gegn Inter d’Escaldes frá Andorra á föstudag. Verður það úrslitaleikur um sæti í undankeppninni. „Ég held að það verði ekkert mál. Vonandi förum við ekki inn í þann leik með eitthvað vanmat. Það er bara mitt hlutverk að negla því inn í hausinn á leikmönnunum að þessu verkefni er ekki lokið.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United íhugar að skipta við Juventus

United íhugar að skipta við Juventus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefja loksins viðræður við Rashford

Hefja loksins viðræður við Rashford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
Hide picture