fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
433Sport

Gagnrýnir allar skiptingar Arnars harkalega

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 13:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason gagnrýnir skiptingarnar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands, gerði gegn Ísrael í Þjóðadeildinni í gær.

Leiknum lauk 2-2. Jón Dagur Þorsteinsson og Þórir Jóhann Helgason skoruðu mörk Íslands. Liðið komst tvisvar yfir í leiknum.

Arnar gerði fimm skiptingar í leiknum en þá fimmtu gerði hann í blálokin þegar Albert Guðmunsson kom inn á fyrir Þóri Jóhann. Arnar gerði fyrst tvöfalda skiptingu eftir klukkutíma leik þegar Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu inn á fyrir Aron Sigurðsson og Andra Lucas Guðjohnsen. Ísak kom út á hægri kantinn sem er ekki hans ákjósanlega staða. Þá var Sveinn Aron arfaslakur eftir að hann kom inn á og gerði lítið sem ekkert.

Arnar gerði aðra tvöfalda skiptingu þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá komu þeir Aron Elís Þrándarsson og Stefán Teitur Þórðarson inn á fyrir Birki Bjarnason og Jón Dag Þorsteinsson. Á þessum tímapunkti voru fimm miðjumenn inn á vellinum á sama tíma.

„Þessar skiptingar, allar, fannst mér spes,“ sagði Albert Brynjar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

„Í seinna hollinu, þeir eru búnir að jafna. Þar skil ég ekki af hverju þú setur ekki Albert þá inn og færir þá Ísak niður á miðju. Við erum að reyna að sækja til sigurs og þetta var bara fullt af miðjumönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja breyta vellinum og gera hann einn þann flottasta í heimi

Vilja breyta vellinum og gera hann einn þann flottasta í heimi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot kemur Martinelli til varnar – Segir vandamálið mun stærra

Slot kemur Martinelli til varnar – Segir vandamálið mun stærra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endar Mason Greenwood hjá Liverpool næsta sumar?

Endar Mason Greenwood hjá Liverpool næsta sumar?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Roy Keane fór horðum orðum um Arsenal eftir gærkvöldið – Talar um hræðslu

Roy Keane fór horðum orðum um Arsenal eftir gærkvöldið – Talar um hræðslu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann