fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Enn þarf Ísland að bíða eftir sigri í Þjóðadeildinni

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 13. júní 2022 20:42

Mynd: Valgarður Gíslason/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Ísrael mættust í kvöld í B-deild Þjóðadeildar UEFA á Laugardalsvelli í leik sem lauk með 2-2 jafntefli. Framhaldið í riðlinum er því ekki aðeins í höndum íslenska liðsins sem bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Þjóðadeildinni.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mun betur og á 9. mínútu blasti kunnugleg sjón stuðningsmönnum íslenska liðsins. Langt innkast inn á teiginn frá Herði Björgvini, boltanum flikkað áfram af Daníel Leó á Jón Dag Þorsteinsson sem átti laglegan skalla í netið. Staðan orðin 1-0 Íslandi í vil.

Leikmenn íslenska liðsins héldu áfram að þjarma að þeim ísraelsku en það voru hins vegar gestirnir sem náðu að jafna metin á 35. mínútu með sjálfsmarki frá Daníel Leó Grétarssyni. Þvert gegn gangi leiksins.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

Ísraelar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og höfðu yfirhöndina en það var hins vegar íslenska liðið sem náði að komast yfir með marki frá Þóri Jóhanni Helgasyni á 60. mínútu.

Það tók gestina hins vegar ekki langan tíma að jafna leikinn á ný. Það gerði Dor Peretz með skalla á 65. mínútu sem Rúnar Alex varði, atvikið var skoðað í VAR-sjánni og niðurstaðan þar var að boltinn hafi verið kominn inn fyrir línuna þegar að Rúnar varði boltann.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli. Ísland er í 2. sæti með þrjú stig og þarf sigur gegn Albaníu á útivelli í lokaumferðinni og treysta á að Ísraelar misstígi sig til þess að eiga möguleika á efsta sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik
433Sport
Í gær

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það