fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Enn þarf Ísland að bíða eftir sigri í Þjóðadeildinni

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 13. júní 2022 20:42

Mynd: Valgarður Gíslason/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Ísrael mættust í kvöld í B-deild Þjóðadeildar UEFA á Laugardalsvelli í leik sem lauk með 2-2 jafntefli. Framhaldið í riðlinum er því ekki aðeins í höndum íslenska liðsins sem bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Þjóðadeildinni.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mun betur og á 9. mínútu blasti kunnugleg sjón stuðningsmönnum íslenska liðsins. Langt innkast inn á teiginn frá Herði Björgvini, boltanum flikkað áfram af Daníel Leó á Jón Dag Þorsteinsson sem átti laglegan skalla í netið. Staðan orðin 1-0 Íslandi í vil.

Leikmenn íslenska liðsins héldu áfram að þjarma að þeim ísraelsku en það voru hins vegar gestirnir sem náðu að jafna metin á 35. mínútu með sjálfsmarki frá Daníel Leó Grétarssyni. Þvert gegn gangi leiksins.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

Ísraelar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og höfðu yfirhöndina en það var hins vegar íslenska liðið sem náði að komast yfir með marki frá Þóri Jóhanni Helgasyni á 60. mínútu.

Það tók gestina hins vegar ekki langan tíma að jafna leikinn á ný. Það gerði Dor Peretz með skalla á 65. mínútu sem Rúnar Alex varði, atvikið var skoðað í VAR-sjánni og niðurstaðan þar var að boltinn hafi verið kominn inn fyrir línuna þegar að Rúnar varði boltann.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli. Ísland er í 2. sæti með þrjú stig og þarf sigur gegn Albaníu á útivelli í lokaumferðinni og treysta á að Ísraelar misstígi sig til þess að eiga möguleika á efsta sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta hver dæmir úrslitaleik United og Tottenham

Staðfesta hver dæmir úrslitaleik United og Tottenham
433Sport
Í gær

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta
433Sport
Í gær

Ótrúlegt klúður hjá Hojlund um helgina – Var nánast inni í markinu

Ótrúlegt klúður hjá Hojlund um helgina – Var nánast inni í markinu