fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Kári og Rúrik nánast orðlausir eftir hörmungar landsliðsins í kvöld – „Einhver djöfulsins krísa“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 20:53

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við kölluðum á úrslit og fengum þau, ég er orðlaus,“ sagði Kári Árnason fyrrum varnarmaður íslenska landsliðsins eftir nauman 1-0 sigur á slakasta landsliði í heimi gegn San Marínó.

Kári var sérfræðingur í setti hjá Viaplay að leik loknum og fór yfir úrslitin. „Ég er í sjokki,“ sagði Kári.

Íslenska þjóðin virðist ansi reið yfir frammistöðu íslenska liðsins sem var slök á alla kanta. „Ég hef séð þá marga slæma. Miðað við mótherja þá er þetta með því slakasta. Að finna ekki lausnir, þú munt lenda í þessu gegn lakari liðum að þau leggist lágt. Við erum í neðri helming þegar kemur að drætti í riðlana, þú verður að finna lausnir,“ sagði Kári

„Það sem þetta var, þetta var sloppy. Þá verður næsti sloppy, game planið er að ýta bakvörðunum hátt og þá eru kantarar eins og framherjar. En þeir fá aldrei boltann, Mikael yngri var ekki með í leiknum. Mikael Neville fékk boltann í ágætis svæðum.“

„Í hvað átt erum við að fara, menn voru að spila sig út úr liðinu. Það voru ekki margir að stimpla sig inn, þetta var meira að menn væru að koma sig lengra frá liðinu.“

Vilhjálmur Freyr stjórnandi á Viaplay sagði að um væri að ræða. „Átakanlegt áhugaleysi“

Rúrik Gíslason tók þá til máls. „Við töluðum um það fyrir leik að við skildum ekki pointið með þessum leik, við fengum alvöru leik frá San Marínó. Við erum stálheppnir að gera ekki jafntefli,“ sagði Rúrik.

„Við stöndum hérna í setti og viljum styðja landsliðið, og vera á bak við liðið og allt. Maður stendur hérna og hvað getur maður sagt? Lélegasti landsleikur Íslands frá upphafi sá ég á Twitter.“

„Við stöndum hérna hálf orðlausir, við viljum að íslenska liðinu gangi. Það er einhver djöfulsins krísa þarna. Það er engum greiði gerður að við séum soft, við verðum að tala hreina íslensku. Þetta var hreint út sagt grautlélegt.“

Rúrik gagnrýndi þjálfarateymið fyrir að tala ekki hreint út við leikmenn sína. „Þeir þora ekki að gagnrýna leikmenina og biðja um power.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Í gær

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum