fbpx
Fimmtudagur 11.ágúst 2022
433Sport

Jónatan Ingi skoraði í sigri Sogndal – Bjarni og Arnar Þór mættust í Íslendingaslag

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 18:11

Jónatan Ingi í leik með FH í fyrra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingalið Sogndal sótti Stjördals-Blink heim í norsku b-deildinni í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Ingimundarson voru báðir í byrjunarliði Sogndal.

Staðan í hálfleik var 2-1 gestunum í vil. Peter Godly Michael kom Sogndal yfir eftir 10 mínútna leik og liðið komst aftur í forystu þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks þegar Fredrik Vinje setti boltann í eigið net eftir að Sondre Stokke hafði jafnað metin.

Jónatan Ingi bætt svo við þriðja og síðasta markinu í leiknum á 50. mínútu. Sogndal er í 6. sæti með 14 stig eftir átta leiki.

Þá var Arnar Þór Guðjónsson í byrjunarliði Raufoss sem sótti Start heim. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Arnar Þór lék allan leikinn fyrir Raufoss en Bjarni Mark Antonsson kom inn af bekknum í liði heimamanna þegar rúmur klukkutími var liðinn leiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skilaboð sem Kate sendi á Giggs birtast nú í dómsal – „Ég mun finna einhvern milljón sinnum betri en þig“

Skilaboð sem Kate sendi á Giggs birtast nú í dómsal – „Ég mun finna einhvern milljón sinnum betri en þig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Juventus klárt í að taka Depay ef Barcelona vill losna við hann frítt

Juventus klárt í að taka Depay ef Barcelona vill losna við hann frítt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bakvörður Norwich mögulegt skotmark fyrir Erik ten Hag

Bakvörður Norwich mögulegt skotmark fyrir Erik ten Hag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rabiot íhugar að vera í eitt ár í viðbót hjá Juventus

Rabiot íhugar að vera í eitt ár í viðbót hjá Juventus
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Útileikmaður þurfti að verja mark Þróttara sem kostaði tap

Lengjudeildin: Útileikmaður þurfti að verja mark Þróttara sem kostaði tap
433Sport
Í gær

Real Madrid vann Ofurbikarinn

Real Madrid vann Ofurbikarinn