fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 08:31

Mynd: GettyImages / Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var Jack Grealish, leikmaður Manchester City, sem stal fyrirsögnunum í Manchesterborg í gær þegar að liðið fagnaði Englandsmeistaratitlinum. Grealish, sem gekk til liðs við Manchester City fyrir tímabilið, var sýnilega vel í því og gerði óspart grín að liðsfélögum sínum.

Grealish skaut á liðsfélaga sína Bernardo Silva og Riyad Mahrez sem voru báðir í byrjunarliði City gegn Aston Villa í lokaumferðinni. Mahrez var skipt af velli í stöðunni 0-1 fyrir Aston Villa á 56. mínútu og Silva var skipt af  velli tólf mínútum síðar.

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum mátti sjá Silva spyrja Grealish að því hvaða leyndarmál lægju á bak við sigur Manchester City á Aston Villa sem tryggði þeim titilinn.

,,Það eru tvö leyndarmál. Númer eitt: Riyad, takið hann af velli sem fyrst, hann spilaði eins og Almiron í gær,“ sagði Grealish og náði um leið að skjóta á Miguel Almiron, leikmann Newcastle United. Hann hélt síðan áfram:

,,Númer tvö (sagði Grealish og benti á Silva): Hann hefur verið svo góður á þessu tímabili, náið honum af vellinum,“ en byrjunarliðstækifæri Grealish hafa ekki verið eins mörg og Englendingurinn hefur vonast eftir fyrir tímabilið.

Bernardo Silva tók þessu vel og bætti við: ,,Númer þrjú…haldið Jack Grealish á varamannabekknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park