Sunderland er komið aftur upp í ensku B-deildina eftir sigur á Wycombe í úrslitaleik umspilsins í C-deildinni í dag.
Eliot Embleton kom Sunderland yfir á 12. mínútu leiksins. Ross Steward innsiglaði svo 2-0 sigur liðsins á 79. mínútu.
Sunderland lék síðast í B-deildinni árið 2018 en féll þá niður í C-deild eftir að hafa endað neðst í deildinni. Árið þar áður hafði liðið fallið úr ensku úrvalsdeildinni og fallið því hátt.
Nú er félagið hins vegar loksins komið upp í næstefstu deild.
WE ARE 𝗣𝗥𝗢𝗠𝗢𝗧𝗘𝗗.#SAFC | #TilTheEnd pic.twitter.com/7UCht2rsqe
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) May 21, 2022