Liverpool ætlar að bjóða Sadio Mane nýjan samning en félagið mun þó ekki bjóðast til að hækka laun hans verulega.
Samningur Mane rennur út næsta sumar. Hann hefur verið orðaður við Bayern Munchen og Paris Saint-Germain undanfarið. Er síðarnefnda félagið talið tilbúið að bjóða honum himinnhá laun.
Samkvæmt Football Insider vill Mane vera áfram á Anfield og vill Liverpool halda honum.
Félagið ætlar þó ekki að hækka laun hans mikið. Senegalinn þénar um 200 þúsund pund á viku sem stendur.
Mane hefur verið magnaður undanfarið. Hann hefur skorað 22 mörk í 49 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.