Þróttur Vogum tók á móti Vestra í Lengjudeild karla í dag.
Fyrsta markið í dag lét ekki sjá sig fyrr en eftir rúman klukkutíma leik en þá skoraði Vladimir Tufegdzic, Tufa, fyrir gestina.
Andy Pew svaraði hins vegar með jöfnunarmarki fyrir Þróttara um fimm mínútum síðar.
Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark og lokatölur því 1-1 jafntefli.
Vestri er í áttunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki. Þróttur hefur leikið jafnmarga leiki en er í næstneðsta sæti með eitt stig.