fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
433Sport

Er ekki að hugsa um að gera Liverpool greiða

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2022 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram á morgun. Manchester City er á toppi deildarinnar með stigi meira en Liverpool sem stendur. Síðarnefnda liðið þarf að treysta á það að City misstigi sig gegn Aston Villa og klára verkefni sitt gegn Wolves á sama tíma.

Liverpool-goðsögnin Steven Gerrard er stjóri Villa og Philippe Coutinho, fyrrum leikmaður Liverpool, er þá á mála hjá félaginu.

Stuðningsmenn Liverpool vonast til þess að þessir fyrrum leikmenn félagsins aðstoði það á morgun.

„Ég hugsa bara um nýja félagið mitt. Mig langar að standa mig fyrir það,“ sagði Coutinho.

Hann segir ekki hugsa mikið um skilaboð frá stuðningsmönnum Liverpool. „Ég hef fengið fjölda skilaboða frá stuðningsmönnum Liverpool en ég skoða þau ekki mikið. Ég einbeiti mér bara að okkar leikjum.“

Coutinho kom til Villa á láni frá Barcelona í janúar og gekk svo endanlega í raðir félagsins á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er United að gefa upp hver tekur við liðinu næsta sumar? – Vangaveltur eftir að teymi Carrick var opinberað

Er United að gefa upp hver tekur við liðinu næsta sumar? – Vangaveltur eftir að teymi Carrick var opinberað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Tveir ungir til FH
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp efstur á blaði í Madríd

Klopp efstur á blaði í Madríd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungur leikmaður United flytur inn á heimili Ferguson þar sem hann bjó í áratugi

Ungur leikmaður United flytur inn á heimili Ferguson þar sem hann bjó í áratugi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Látin eftir erfiða baráttu við krabbamein – Var 42 ára en hafði þurft að láta fjarlæga fót vegna æxlis

Látin eftir erfiða baráttu við krabbamein – Var 42 ára en hafði þurft að láta fjarlæga fót vegna æxlis
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Komst að breytingum á reglum í gær – Er ósáttur með þær fyrir kvöldið mikilvæga

Komst að breytingum á reglum í gær – Er ósáttur með þær fyrir kvöldið mikilvæga