Erik ten Hag nýr stjóri Manchester United fundaði með forráðamönnum félagsins í Mayfair hverfinu í London í gær. Með í för voru tveir aðstoðarmenn hans sem United er að ráða til starfa.
Með í för var Mitchell van der Gaag sem verður aðstoðarmaður hans hjá United. Þeir félagar hafa unnið náið saman hjá Ajax og halda því samstarfi áfram.
Þeir félagar lentu með einkaþotu í London í fyrradag og dvelja nú í Mayfair hverfinu í London sem er eitt dýrasta hverfi borgarinnar.
📷📰 Mail Sport:
Erik ten Hag, Mitchell van der Gaag e Steve McClaren fotografados em Londres ontem deixando os escritórios do United em Mayfair. #MUFC pic.twitter.com/Gh3ginYTEF
— CAMISA SE7E (@CAMISA_SE7E) May 20, 2022
United er með skrifstofu þar en ensk blöð segja að Ten Hag fundi í dag með stjórnarmönnum félagsins og skipuleggi sumarið og næsta tímabil.
Ten Hag mun einnig ráða Steve McClaren sem aðstoaðrmann en hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson árið 1999 þegar liðið vann þrennuna.