Wolves gæti haft nokkurn hag af því að tapa gegn Liverpool um helgina. Ástæðan er sú að Wolves fær væna summu ef Diogo Jota verður Englandsmeistari með Liverpool.
Wolves seldi Jota til Liverpool árið 2020 en mikið af fjárhæðunum kemur í gegn bónusa fyrir árangur hjá Liverpool og Jota sjálfum.
Liverpool hefur hingað til aðeins borgað 17 milljónir punda fyrir Jota en ef Liverpool verður Englandsmeistari munu nokkrar milljónir punda renna í vasa Wolves.
Wolves heimsækir Liverpool á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag en Liverpool þarf að vinna Wolves og treysta á að Aston Villa taki stig af Manchester City.
City er með eins stig forystu en þar á bæ er sama staða uppi því Aston Villa fær vænan bónus frá Manchester City ef Jack Grealish verður Englandsmeistari með liðinu ef marka má fréttir.