Divock Origi framherji Liverpool hefur tekið ákvörðun um að fara frá félaginu nú þegar samningur hans er á enda í sumar.
Fabrizio Romano segir frá því að framherjinn frá Belgíu sé að ganga í raðir Milan.
Origi er í aukahlutverki undir stjórn Jurgen Klopp en hann er þó elskaður og dáður af stuðningsmönnum Liverpool.
Origi hefur reynst Liverpool afar vel á ögurstundum og skorað mikilvæg mörk yfir ár sín hjá félaginu.
Origi kom til Liverpool fyrir átta árum en hann hefur farið á láni til Lille og Wolfsburg yfir þann tíma.
🚨 NEW: Divock Origi is poised to join Milan when his Liverpool deal expires this summer. The forward has agreed the move and is waiting to take a medical and sign the contract. #awlive [@FabrizioRomano] pic.twitter.com/29mTA0gYZF
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 19, 2022