Dele Alli miðjumaður Everton gæti verið seldur burt frá félaginu strax í sumar en hann var keyptur frá Tottenham í janúar.
Alli kom í raun frítt frá Tottenham en ef vel gengur þarf Evertona að borga 40 milljónir punda fyrir hann.
Alli hefur spilað níu leiki fyrir Everton sem varamaður en ekki komið við sögu í síðustu þremur leikjum.
Everton vill selja hann í sumar samkvæmt fréttum og vonast félagið eftir 20 milljónum punda.
Tottenham fengi 25 prósent af þeirri upphæð en ferill Alli hefur farið hratt niður á við undanfarin ár.