fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 14:01

Davíð til vinstri og Eyþór til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Ólafsson formaður knattspyrnufélagsins Árbær er vonsvikinn með vinnubrögð KSÍ en sambandið setti Davíð Guðmundsson sem dómara þegar Árbær heimsótti Skallagrím í 4 deildinni í gær. Davíð hefur verið leikmaður Skallagríms síðustu ár og hefur sterkar teningar við félagið.

Eyþór segir að Davíð hafi verið mjög hlutdrægur í leiknum. Árbær er nýtt félag í deildarkeppni en um er að ræða spræka stráka úr Árbæ.

„Þetta er algjört högg, við erum búnir að bíða eftir þessum leik í eitt ár. Íslandsmótið er það eina sem skiptir okkur máli, við koum vel stemmdir í þennan leik. Svo lendum við í þessu sem er algjört högg,“ sagði Eyþór í samtali við 433.is en Skallagrímur vann 4-2 sigur.

Eyþór segir að strax frá byrjun leiks hafi hallað verulega á liðið í dómgæslu. „Við tókum eftir því strax í byrjun hvað þetta var undarlegt áður en við heyrðum af þessum tengslum,“ segir Eyþór.

Davíð hefur í gegnum árin og nú síðast fyrir þremur dögum deilt efni sem tengist Skallagrími. Hann fagnaði því mikið að félagið hafi fengið nýjan leikmann í sínar raðir.

Liðsmenn FC Árbær

Eyþór segir að Davíð hafi ekkert gert í málunum þegar leikmaður þeirra fékk olnbogaskot. „Þetta var algjörlega fáranlegt, leikmaður okkar fékk olnbogaskot í andlitið. Ef það er höfuðhögg á alltaf að stoppa leikinn, hann lætur leikinn halda áfram.“

„Við hreinsum boltann burt og hann dæmir vítaspyrnu fyrir þá út af engu, það tók báða línuverðina nokkrar mínútur að segja dómaranum að þetta væri ekki hægt. Hann hætti vð dóminn nokkru seinna, þetta voru nokkrar mínútur. Þetta var svo augljóst. Við vissum ekki hvað var í gangi,“ segir Eyþór einnig.

Af Facebook síðu Davíðs.

Komust að þessu í hálfleik:

Í hálfleik voru forráðamenn liðsins ansi hissa yfir því sem gengið hafði á og þá komust þeir að tengslum Davíðs við Skallagrím.

„Við ræddum þetta í hálfleik að við hefðum aldrei séð svona, þá sá maður að hann hefði verið í Skallagrími í nokkur. Hann er mjög virkur á samfélagsmiðlum að tala um ást sína á Skallagrími, hann talaði seinast um það fyrir þremur dögum. Hann setti það á Facebook þegar Skallagrímur var að fá nýjan leikmann,“ segir Eyþór.

Eyþór vekur athygli á því að fyrir tveimur vikum fékk Davíð aftur félagaskipti yfir í Skallagrím. Hann á erfitt með að kaupa það að Davíð hafi ekki ætlað að taka þátt í leikjum liðsins í sumar.

„Hann skipti sjálfur yfir í Skallagrími fyrir tveimur vikum. Hann fór í Reyni Hellissand í vetur og svo aftur í Skallagrím. Þeir töluðu um að hann hefði lagt skóna á hilluna en hann skipti þangað fyrir tveimur vikum.“

Af Facebook síðu Davíðs.

Vill ekki fá sekt frá KSÍ:

Eyþór er verulega vonsvikinn með framgöngu KSÍ í málinu en sambandið harmar mistökin.

„Ég verð að passa mig að segja ekki eitthvað sem gæti endað í sekt á okkur, við erum vonsviknir. Við krefjumst þess að okkur verði dæmdur okkur 3-0 sigur eða spila hann aftur. Það væri frábært að spila undir eðlilegum aðstæðum þar sem menn geta haldið haus,“ segir Eyþór.

Hann tekur svo fleiri dæmi um dómgæslu Davíðs. „Vitandi að ef það er brotið okkur eins og þegar Pape slapp í gegn, þeir áttu að fá rautt spjald og fengu ekkert spjald. Allt þetta, það er sjálfsögð krafa að spila hann aftur.“

Árbær er með nýtt lið en er vel mannað, liðið hafði unnið alla leiki í vetur og Eyþór segir. „Við teljum okkur eiga að vinna þetta lið. Þetta var enginn leikur, ekkert lið á Íslandi hefði getað farið þarna út með þrjú stig miðað við dómgæsluna;“ segir Eyþór.

Fyrir nokkrum dögum fagnaði dómarinn því að Skallagrímur fékk nýjan leikmann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Í gær

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni