Breiðablik hefur gengið frá samningi við William Cole Campbell en hann kemur til félagsins frá FH. Um er að ræða mjög óvænt tíðindi.
Hjörvar Hafliðason segir frá þessu á Twitter. Félagaskiptin vekja verulega athygli en í gær var greint frá því Campbell væri að ganga í raðir Dortmund í sumar.
William Campell Cole gengur til liðs við Breiðablik í dag frá FH samkvæmt heimildum.
Hann fer svo til Dortmund í júlí. pic.twitter.com/D2M6sC48u4— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 17, 2022
Cole hefur leikið með FH í Bestu deildinni í sumar og þar á meðal gegn Breiðablik fyrr í sumar.
Campbell fer frá FH til Breiðabliks sem yngri flokka leikmaður en samkvæmt heimildum 433.is mun hann æfa með meistaraflokki Blika síðar í dag.
Campbell er 16 ára gamall og á íslenska móður og bandarískan föður. Bayern Munchen hafði einnig áhuga á Campbell sem lék sinn fyrsta leik fyrir FH á síðustu leiktíð og hefur verið eftirsóttur af félögum víðsvegar um Evrópu.
Campbell er sóknarþenkjandi miðjumaður og á fimm leiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands og hefur skorað í þeim tvö mörk. Hann mun spila fyrir unglinga- og varalið Dortmund á næstu leiktíð.
Campbell hefur áður greint frá því að hann vilji feta í fótspor móður sinnar, Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur, og spila fyrir íslenska A-landsliðið í framtíðinni en Rakel lék á sínum tíma fyrir íslenska kvennalandsliðið og skoraði sjö mörk í tíu leikjum.