fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Blikar fá vonarstjörnu FH – Verður seldur til Dortmund í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 15:04

Mynd/FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur gengið frá samningi við William Cole Campbell en hann kemur til félagsins frá FH. Um er að ræða mjög óvænt tíðindi.

Hjörvar Hafliðason segir frá þessu á Twitter. Félagaskiptin vekja verulega athygli en í gær var greint frá því Campbell væri að ganga í raðir Dortmund í sumar.

Cole hefur leikið með FH í Bestu deildinni í sumar og þar á meðal gegn Breiðablik fyrr í sumar.

Campbell fer frá FH til Breiðabliks sem yngri flokka leikmaður en samkvæmt heimildum 433.is mun hann æfa með meistaraflokki Blika síðar í dag.

Campbell er 16 ára gamall og á íslenska móður og bandarískan föður. Bayern Munchen hafði einnig áhuga á Campbell sem lék sinn fyrsta leik fyrir FH á síðustu leiktíð og hefur verið eftirsóttur af félögum víðsvegar um Evrópu.

Campbell er sóknarþenkjandi miðjumaður og á fimm leiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands og hefur skorað í þeim tvö mörk. Hann mun spila fyrir unglinga- og varalið Dortmund á næstu leiktíð.

Campbell hefur áður greint frá því að hann vilji feta í fótspor móður sinnar, Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur, og spila fyrir íslenska A-landsliðið í framtíðinni en Rakel lék á sínum tíma fyrir íslenska kvennalandsliðið og skoraði sjö mörk í tíu leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Í gær

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni