Gareth Bale gæti endað í næst efstu deild á Englandi í sumar en hann ætlar að halda áfram í fótbolta ef Wales kemst inn á Hm í Katar.
Wales er á leið í umspil um laust sæti á HM í sumar en samningur Bale við Real Madrid er á enda í sumar.
Bale ætlar að halda áfram í fótbolta og gæti endað heima hjá Cardiff í næst efstu deild.
„Það sem Gareth gerir næst snýst ekki um peninga. Hann er orðinn moldríkur,“ sagði Jonathan Barnett umboðsmaður Bale.
Bale er með 650 þúsund pund hjá Real Madrid en hann hefur lítið spilað síðustu ár. Metnaður hans í fótbolta liggur í kringum landsliðið.