Paul Pogba er á förum frá Manchester United en samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Samkvæmt Ginaluca Di Marzio fréttamanni Sky Sports mun Rafaela Pimenta, umboðsmaður Frakkans, hitta forsvarsmenn Juventus á fundi í Turin á mánudag.
Manchester United keypti Pogba á 89 milljónir punda frá Juventus árið 2016 eftir að hafa látið hann fara á frjálsri sölu þremur árum áður. Nú stefnir allt í að Pogba fari aftur á frjálsri sölu og aftur gæti Juventus orðið áfangastaðurinn þar sem hann átti góðu gengi að fagna á sínum tíma.
Paris Saint-Germain er einnig í viðræðum við umboðsmenn Pogba en franski landsliðsmaðurinn hefur ekki áhuga á að fara til Manchester City.
Paul Pogba’s agent will be in Turin on Monday to meet with Juventus, per @DiMarzio. Salary still the main issue for potential comeback, while Pogba is exploring options. 🇫🇷 #Juventus
Paris Saint-Germain are also in talks with Pogba agents – while Paul is NOT tempted by Man City. pic.twitter.com/DGGXLfzh93
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 14, 2022