Guðlaugur Victor Pálsson kom inn af bekknum í dag er Schalke vann þýsku b-deildina með 2-1 sigri gegn Nurnberg í lokaumferð deildarinnar í dag.
Rodrigo Zalazar kom gestunum í Schalke yfir eftir 15 mínútna leik. Lucas Schleimer jafnaði fjórum mínútum fyrir leikslok en tveimur mínútum síðar skoraði Simon Terodde sigurmark Schalke. Guðlaugur Victor lék síðasta hálftímann.
Guðlaugur Victor og félagar leika í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
FC Schalke 04 lifts The Meisterschale trophy after winning the 2. Bundesliga after the Second Bundesliga match between 1. FC Nürnberg and FC Schalke 04 at Max-Morlock-Stadion on May 15, 2022 in Nuremberg, Germany.
Photos by Alexander Hassenstein / Getty Images#Schalke #S04 pic.twitter.com/FaFAmaDixi
— ALEXANDER HASSENSTEIN (@hassensteinalex) May 15, 2022