Tveir leikmenn Manchester United flugust á á æfingu liðsins á föstudag. Það eru enskir miðlar sem segja frá.
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri liðsins, þurfti að stía leikmönnunum í sundur og var æfingunni slúttað í kjölfarið.
Ekki er sagt hvaða leikmenn þetta voru. United hefur aðeins unnið tvo af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum undir stjórn Rangnick en Erik Ten Hag tekur við stjórnvölunum að yfirstandandi tímabili loknu.