Liverpool og Chelsea eigast við í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley í dag. Staðan er markalaus í hálfleik.
Það er ákveðið áhyggjuefni fyrir Liverpool að Mohamed Salah, markahæsti leikmaður liðsins, lagðist í grasið eftir um hálfíma leik og fór meiddur af velli stuttu síðar. Diogo Jota kom inn á í hans stað.
Liverpool mætir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar eftir tvær vikur en liðið á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni fram að því. Lærisveinar Jurgen Klopp sækja Southampton heim á þriðjudaginn og taka svo á móti Wolves í lokaumferðinni.