U16 karla mætir Sviss á föstudag í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament.
Leikurinn hefst kl. 16:00 og fer hann fram á Asarums IP í Svíþjóð.
Íslenska liðið vann frábæran 2-0 sigur gegn Svíþjóð í fyrsta leik sínum á mótinu á miðvikudag. Síðasti leikur Íslands á mótinu verður svo gegn Írlandi á mánudag.